Sérfræðingur í Radíókerfum

Vilt þú taka þátt í að byggja upp eitt stærsta farsímakerfi landsins? Þá gæti starf sérfræðings í Radíókerfum Vodafone verið eitthvað fyrir þig! Radíókerfi sjá um uppsetningu og rekstur þráðlausra fjarskiptakerfa Vodafone svo sem farsíma-, útvarps- og sjónvarpsdreifikerfa auk örbylgjusambanda. Viðkomandi mun meðal annars taka þátt í mælingum, gæðaeftirliti, stillingum og hönnun á farsímakerfum Vodafone. Ef þú hefur brennandi áhuga á tækni, langar að bætast í öflugan hóp sérfræðinga og kynnast undrum fjarskiptaheimsins hvetjum við þig til að sækja um!

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi eins og verkfræði, tæknifræði eða önnur sambærileg menntun
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur en ekki nauðsynleg
  • Geta til að tileinka sér nýja þekkingu hratt og örugglega
  • Jákvæðni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 22. September nk. Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum ráðningavef fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Gestsdóttir, mannauðsráðgjafi, kristinge@vodafone.is

Deila starfi
 
  • Sýn
  • Suðurlandsbraut 8
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 599 9000
  • Fax: 599 9001
  • Þjónustuver sími: 1414