Söluráðgjafi í söluveri - Hlutastarf

Söluver Sýnar leitar að öflugum einstaklingum til að slást í hópinn. Starfið felst í að selja heildarvöruframboð fyrirtækisins til heimila landsins, bæði fjarskiptaþjónustu frá Vodafone sem og sjónvarpsáskriftir Stöðvar 2 og annarra tengdra vörumerkja. Starfið er bæði skemmtilegt og spennandi og hentar sérstaklega vel með skóla þar sem unnið er tvö kvöld í viku og aðra hverja helgi. Góð laun í boði fyrir duglega einstaklinga.

 

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af sölustörfum kostur en ekki skilyrði
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Rík þjónustulund
 • Áhugi á tækni og nýjungum
 • Góð ensku- og tölvukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars nk. Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum ráðningavef Sýnar.

 


Nánari upplýsingar veitir Kristín Gestsdóttir, kristinge@syn.is.

 

Deila starfi
 
 • Sýn
 • Suðurlandsbraut 8
 • 108 Reykjavík
 • Sími: 599 9000
 • Fax: 599 9001
 • Þjónustuver sími: 1414