Atvinnutækifæri hjá Sýn

  Sýn vill ráða, efla og halda hæfu starfsfólki. Fólk er ráðið á faglegum forsendum og samkvæmt vel skilgreindum hæfniskröfum. Leit að nýjum starfsmönnum hefst að öllu jöfnu innanhúss en leitað er út fyrir fyrirtækið þegar þess þarf, til að styrkja öfluga liðsheild.

  Sýn vill auka þekkingu og hæfni starfsfólks með því að bjóða og hvetja til fræðslu og þjálfunar. Starfsmenn bera sameiginlega ábyrgð á að miðla upplýsingum og viðhalda þannig nauðsynlegri þekkingu innan fyrirtækisins.

  Sýn vill skapa tækifæri fyrir starfsfólk til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem efla það og styrkja. Starfsþróun getur bæði falist í breytingum á starfi sem starfsmaður gegnir og í tilfærslu í annað starf. Starfsþróun er bæði á ábyrgð starfsmanns og fyrirtækis og á að nýtast báðum.

 • Sýn
 • Suðurlandsbraut 8
 • 108 Reykjavík
 • Sími: 599 9000
 • Fax: 599 9001
 • Þjónustuver sími: 1414